Beef bourguignon pottréttur

 

Beef Bourguignon sem er afbragðs góður réttur hvort sem það er notað nauta eða folaldakjöt

Rétturinn er borinn fram með gamaldags kartöflumús

Hráefni

5 sneiðar beikon skorið niður smátt
1,5 kg gúllas
1/2 fl rauðvín
8 dl soð ú kjötkraftsteningum sem leystir eru upp í þessum 8 dl.
1/2 dós tómatpúrra stór eða 1 lítil.
100 gr hveiti
3 hvítlauksrif pressuð
2 msk timjan
Salt, pipar eftir smekk, smakkist til
500 g kartöflur skornar í fernt
400 g sveppir skornir í fernt
5 vænar gulrætur skornar niður

Aðferð

Brúnið beikonið á pönnu, setjið í steikarapott,
Saltið og piprið kjötið brúnið á öllum hliðum á sömu pönnu í 2-3 mín, setjið í steikarapottinn. Ekki þvo pönnuna setjið rauðvín út á pönnuna ásamt soði, tómatpúrru hrærið vel saman dassið ca 1 tsk salti, 1 tsk pipar og út í ásamt 2 msk af timjan. Bætið hveitinu út í í gegnum sigti pískið jafnóðum saman við. Hitið saman um stund.

Pressið hvítlaukinn yfir kjötið, setjið niðurskorna grænmetið sveppi, gulrætur, kartöflur, yfir kjötið og að lokum hellið
þið sósunni yfir.

  1. Setjið lokið á pottinn og látið inn í 130 gráðu heitan ofn í 3-4 tíma jafnvel lengur það er í góðu lagi, því lengur því betra.
    Síðasta klukkutímann hækkaði ég hitann í 150 gráður, það er 3 tíma á 130 gráður og 1 tíma á 150 gráður.
  2. Eða látið malla á lágum hita á pönnu í 1klst

Kartöflumús

Kartöflur soðnar, skrældar, stappaðar upp úr slurk af smjöri, mjólk bætt út í svo salti og sykri Smakkið til.