Að elda fylltan kalkún
Útbúið fyllinguna jafnvel daginn áður. Margar uppskriftir að fyllingu má finna á kalkunn.is.
Takið pokannmeð innmatnum úr fuglinum. Þerrið kalkúninn. Smeygið vængjunum undir fuglinn. Smeygið hendinni milli bringunnar og hamsins og setjið smjörið undir haminn, jafnið smjörinu vel. Það má setja krydd ( saxaðan hvítlauk, salvíu, steinselju) saman við smjörið en er ekki nauðsynlegt. Setjið fyllinguna inn í fuglinn. Bindið leggina saman. Setjið restina af fyllingunni undir haminn við hálsinn. Saltið og piprið fuglinn að utan og setjið hann í ofnskúffu eða stóran steikingarpott.
Steiking
Steikið fuglinn í lokuðum potti eða með álpappír yfir í u.þ.b 40 mín/kg við 150°C. Ausið soði yfir fuglinn af og til. Í lok steikingartímans er gott að hækka hitann í 200°C, taka lok eða álpappír af og brúna kalkúninn í nokkrar mínútur undir eftirliti. Nauðsynlegt er að nota kjöthitamæli, stingið í bringuna þar sem hún er þykkust. Kjarnhiti á að vera 72°C. Steikingartími miðast við fylltan fugl. Athugið að ofnar geta verið misjafnir.
Nánari eldunarleiðbeiningar og fjölda uppskrifta á kalkunn.is