Osso bucco í rauðvínssósu

Uppskrift fyrir 4-6

2-2,5kg ossobucco https://www.kjotbudin.is/vara/nauta-osso-buco/

2 teskeiðar extra-virgin olive oil

Hveiti

1-2 lítrar vatn, sósan á að vera þykk.

Salt og pipar nýmalað er best

2-3 gulrætur fer eftir stæð í 1-2cm þykkar sneiðar

1 meðalstór laukur neiddur eða í báta

3 stönglar af sellerý gróft skorið

2-4 hvítlauksrif gróft sneitt

Hálf rauðvínsflaska

1 lítil  dós tómatpúrra

Lárviðarlauf, timjan, rósmarin fersk eftir smekk má sleppa

300-500ml af kjúklingasoði eða nautasoði ( fæst í kjötbúðinni)

 

 

Eldun

Kjötið er kryddað með salti og pipar, velt upp úr kryffuðu hveiti og brúnað vel á heitri pönnu.

Kjötið er síðan sett í þykkbotna pott.

Grænmetið er steikt á pönnu þar til það er rétt að fara að taka lit.

Helming af rauðvíni hellt yfir,látið sjóða næstum alveg niður og botninn á pönnunni skafinn með sleif á meðan.

Grænmetinu er þá hellt yfir kjötið, tómatþykkni og afgangnum af rauðvíninu.

Hitað að suðu og lok sett á pottinn og látið malla við mjög vægan hita í um 2-3 klst. og hrært öðru hverju og vatni bætt í ef þarf en sósan á að vera þykk og bragðmikil.

Að lokum er sósan smökkuð til og kjötið borið fram í sósunni.

Framborið með

Kartöflumús

Kartöflur soðnar, skrældar, stappaðar upp úr slurk af smjöri, mjólk bætt út í svo salti og sykri Smakkið til.